Það er víða mikið hvassviðri á landinu og ekki síst á Norðausturlandi. Vegagerðin varar við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og fauk til að mynda klæðing af veginum í Víðidal í Þistilfirði á um 50 metra löngum kafla.
Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, segir að Ísafjarðardjúp sé lokað vegna aurskriðu sem féll í Hestfirði. Unnið er að hreinsun. Vegfarendur eru hvattir til að aka með gát þar sem aukin skriðuhætta er við vegi. Einnig er Dvergasteinsá í Álftafirði orðin erfið og vatnsmikil og rennur vatn yfir veg.