Landsmenn orðnir 388.790

Samtals bjuggu 388.790 manns á Íslandi í lok þriðja ársfjórðungs …
Samtals bjuggu 388.790 manns á Íslandi í lok þriðja ársfjórðungs 2024. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samtals bjuggu 388.790 manns á Íslandi í lok þriðja ársfjórðungs 2024, 199.340 karlar, 189.250 konur og kynsegin/annað voru 190. Landsmönnum fjölgaði um 1.820 á ársfjórðungnum.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi búið 248.190 manns en 140.600 á landsbyggðinni. Erlendir ríkisborgarar voru 67.330 eða 17,3% af heildarmannfjöldanum. 

Aðferð við mat á mannfjölda var endurskoðuð í mars 2024 og hafa tímaraðir nú verið uppfærðar frá og með árinu 2011.

Á þriðja ársfjórðungi 2024 fæddust 1.130 börn, en 630 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.300 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 140 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.430 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Ný aðgerð við mat á íbúafjölda á Íslandi

Hagstofa Íslands hefur endurbætt aðferð sína við útreikninga á mannfjölda. Hingað til hefur íbúafjöldi eingöngu byggt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Ný aðferð byggir á breiðari grunni opinberra gagna, skattagögnum og nemendagögnum auk þjóðskrár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka