Munu áfrýja beint til Hæstaréttar

Breki Karlsson í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis.
Breki Karlsson í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. mbl.is/Eyþór

„Þetta er dæmi um asbest-húðun á Evróputilskipun sem þar sem neytendur eru sviptir rétti sem þeir eigað að hafa samkvæmt tilskipuninni,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna um sýknun Íslandsbanka af kröf­um tveggja lán­tak­enda í Héraðsdómi Reykja­ness í vaxta­máli.

Málið varðar skil­mála viðskipta­bank­anna og fram­kvæmd lána með breyti­leg­um vöxt­um en Neyt­enda­sam­tök­in töldu það ekki stand­ast lög. Tug­ir millj­arða eru tald­ir und­ir í mál­inu og sam­bæri­leg­um mál­um.

For­saga máls­ins er að Neyt­enda­sam­tök­in skipu­lögðu hóp­mál­sókn árið 2021 gegn Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Ari­on banka.

Við mála­rekst­ur var ákveðið að leita ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins vegna skil­mála lán­anna, en EFTA eru Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu.

Komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að skil­mál­ar lána með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi væru óskýr­ir – hinn al­menni lán­tak­andi skildi ekki þá út­reikn­inga sem vext­irn­ir byggðu á.

EFTA-dómstóllinn mjög skýr

Breki segir fyrstu viðbrögð vera vonbrigði og að EFTA-dómstóllin hafi verið mjög skýr í áliti sínu. 

„Niðurstaða héraðsdóms er á öndverðum meiði við við EFTA-dómstólinn. Við eigum náttúrulega eftir að fara yfir dóminn sjálfan og sjá hver rökstuðningurinn er en þessu verður áfrýjað, það er alveg öruggt.“

Áfrýja beint til Hæstaréttar

Verður þá áfrýjað beint til Hæstaréttar?

„Já, við munum reyna það bara út af því að þetta er gífurlega mikilvægt mál fyrir svo marga. Þetta varðar 70.000 manns að verðmæti 2.700 milljarða króna þannig að já, það þarf að komast að skjótri niðurstöðu.

En niðurstaða EFTA-dómstólsins var skýr og þess vegna er ég bara hlessa yfir þessari niðurstöðu.“

Hann segir að að fólk þurfi nú að gæta sín og taka skref til þess að kröfur fyrnist ekki. 

„[...] því að þó að þetta verði niðurstaðan í Hæstarétti að þá munum við fara með þetta lengra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka