Munu áfrýja beint til Hæstaréttar

Breki Karlsson í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis.
Breki Karlsson í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. mbl.is/Eyþór

„Þetta er dæmi um asbest-húðun á Evr­ópu­til­skip­un sem þar sem neyt­end­ur eru svipt­ir rétti sem þeir eigað að hafa sam­kvæmt til­skip­un­inni,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna um sýkn­un Íslands­banka af kröf­um tveggja lán­tak­enda í Héraðsdómi Reykja­ness í vaxta­máli.

Málið varðar skil­mála viðskipta­bank­anna og fram­kvæmd lána með breyti­leg­um vöxt­um en Neyt­enda­sam­tök­in töldu það ekki stand­ast lög. Tug­ir millj­arða eru tald­ir und­ir í mál­inu og sam­bæri­leg­um mál­um.

For­saga máls­ins er að Neyt­enda­sam­tök­in skipu­lögðu hóp­mál­sókn árið 2021 gegn Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Ari­on banka.

Við mála­rekst­ur var ákveðið að leita ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins vegna skil­mála lán­anna, en EFTA eru Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu.

Komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að skil­mál­ar lána með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi væru óskýr­ir – hinn al­menni lán­tak­andi skildi ekki þá út­reikn­inga sem vext­irn­ir byggðu á.

EFTA-dóm­stóll­inn mjög skýr

Breki seg­ir fyrstu viðbrögð vera von­brigði og að EFTA-dóm­stóll­in hafi verið mjög skýr í áliti sínu. 

„Niðurstaða héraðsdóms er á önd­verðum meiði við við EFTA-dóm­stól­inn. Við eig­um nátt­úru­lega eft­ir að fara yfir dóm­inn sjálf­an og sjá hver rök­stuðning­ur­inn er en þessu verður áfrýjað, það er al­veg ör­uggt.“

Áfrýja beint til Hæsta­rétt­ar

Verður þá áfrýjað beint til Hæsta­rétt­ar?

„Já, við mun­um reyna það bara út af því að þetta er gíf­ur­lega mik­il­vægt mál fyr­ir svo marga. Þetta varðar 70.000 manns að verðmæti 2.700 millj­arða króna þannig að já, það þarf að kom­ast að skjótri niður­stöðu.

En niðurstaða EFTA-dóm­stóls­ins var skýr og þess vegna er ég bara hlessa yfir þess­ari niður­stöðu.“

Hann seg­ir að að fólk þurfi nú að gæta sín og taka skref til þess að kröf­ur fyrn­ist ekki. 

„[...] því að þó að þetta verði niðurstaðan í Hæsta­rétti að þá mun­um við fara með þetta lengra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert