Nokkrar skriður féllu á Vestfjörðum

Í nótt hafa fallið nokkrar skriður á Vestfjörðum og þá flæddi vatn yfir veginn í Hestfirði og var veginum lokað í nótt.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að mikið hafi rignt í nótt og frekari úrkoma er í kortunum á næstu klukkustundum. Veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomuminna veðri á morgun.

Framkvæmdir við Dynjandisheiði í sumar.
Framkvæmdir við Dynjandisheiði í sumar. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni, sérstaklega undir bröttum hlíðum og farvegum þar sem vatn rennur niður hlíðarnar og jarðvegur er orðinn mjög blautur. 

Ísafjarðardjúp er lokað vegna aurskriðu sem féll í Hestfirði og einnig er Dvergasteinsá í Álftafirði orðin erfið og vatnsmikil og rennur vatn yfir veg. Aurskriða féll inn á veg og lokar annarri akreininni á Dynjandisheiði. Unnið er að hreinsun að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Staðsetning skriðna.
Staðsetning skriðna. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka