Ránið var framið í strætóskýli

Beðið eftir strætó. Mynd úr safni.
Beðið eftir strætó. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Ránið sem var framið í höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi snerist um úlpu sem fjórir piltar tóku af öðrum pilti í strætóskýli.

Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gerðist þetta á endastoppistöð í Skarðshlíðarhverfinu, þar sem leið 1 endar í Hafnarfirði.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Piltarnir sem tóku úlpuna fóru á brott í strætisvagni en lögreglan stoppaði síðan vagninn og endurheimti úlpuna. Í framhaldinu voru piltarnir fjórir yfirheyrðir. Einnig var haft samband við foreldra þeirra.

Í tilkynningu sem barst lögreglunni kom fram að sá sem var rændur hafi talið sig hafa séð hníf á einum piltanna en lögreglan fann hann ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert