Slökkviliðið kallað út vegna rafrettu

Ljóst er að einstaklingar þurfa að vanda staðarval sitt þegar …
Ljóst er að einstaklingar þurfa að vanda staðarval sitt þegar þeir sjúga rafrettur sínar. mbl.is/Eyþór

Þrír bílar slökkviliðsins voru sendir út í kvöld þar sem brunakerfi fór í gang í fjölbýlishúsi. Síðar kom í ljós að kerfið hafði farið í gang vegna rafrettunotkunar.

Þetta upplýsir Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðadeild slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

„Þegar fyrsti bíll kom á staðinn þá reyndist þetta vera minni háttar og eina mögulega skýringin var að einhver hafi verið að veipa þar sem hann átti ekki að vera að veipa,“ segir Pálmi.

Því var dregið úr öllu viðbragði og framkvæmdi slökkviliðið engar aðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert