#47. - Kristrún svarar fyrir áform um skattahækkanir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:25:40
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:25:40
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Öll spjót standa á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­manni Sam­fylk­ing­ar en flokk­ur henn­ar mæl­ist enn sem fyrr stærst­ur í öll­um skoðana­könn­un­um.

Kristrún sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála og svaraði fyr­ir stefnu flokks­ins, sem nýj­ustu skoðanakann­an­ir benda til að muni hljóta fram­gang að lokn­um kosn­ing­um.

Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er, hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTu­be.

Forn­leifa­fræðing­ur og blaðamaður

Í þátt­inn mættu einnig þau Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur og Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður. Hún býður sig fram fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og verm­ir 3. sætið í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þórður Snær er í Sam­fylk­ing­unni og sit­ur í 3. sæt­inu í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Hér er um sneisa­full­an þátt að ræða af spenn­andi umræðu um stjórn­mál dags­ins og kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Fylgstu með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla þriðju­daga og föstu­daga fram að kosn­ing­um.

Þórður Snær Júlíusson, Kristrún Frostadóttir og Vala Garðarsdóttir sitja fyrir …
Þórður Snær Júlí­us­son, Kristrún Frosta­dótt­ir og Vala Garðars­dótt­ir sitja fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar þenn­an þriðju­dag­inn. Sam­sett mynd/​María Matth­ías­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert