Súðavíkurhlíð var lokað í kvöld kl 22. vegna hættu á grjóthruni.
Opnun verður til skoðunar í fyrramálið.
Þá hefur fjöldahjálparstöðvum verið lokað í Bolungarvík og á Ísafirði þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim.
Komi til þess að einstaklinga vanti gistingu í nótt er þeim bent á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem mun þá gera ráðstafanir fyrir viðkomandi.