Tómas komst á tind Ama Dablam

Tómas Guðbjartsson með íslenskan fánann á toppi Ama Dablam.
Tómas Guðbjartsson með íslenskan fánann á toppi Ama Dablam. Ljósmynd/Facebooksíða Tómasar

Læknirinn Tómas Guðbjartsson komst á sunnudaginn á tind Ama Dablam í Nepal, sem er 6.812 metra hátt fjall.

„Þetta var heljarinnar puð og tæknilega erfitt. En hafðist þótt heilsan væri að stríða mér,“ skrifar Tómas á facebooksíðu sína og bætir við að förinni hafi einnig verið flýtt vegna veðurglugga sem lokaðist í gær.

„Því er ótrúleg hamingja sem fylgir því að hafa náð þessu aðalmarkmiði ferðarinnar - og um leið sigrast á stærstu áskorun lífs míns,“ bætir Tómas við en þrír sjerpar eru með honum í för.

Tómas fór í leiðangurinn til styrktar Ljósinu - samtökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka