Veginum í Ísafjarðardjúpi lokað

Nokkrir sem voru á leið til Ísafjarðar komust ekki leiðar …
Nokkrir sem voru á leið til Ísafjarðar komust ekki leiðar sinnar. mbl.is

Veginum í Ísafjarðardjúpi hefur verið lokað eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn og féll þá einnig yfir hann aurskriða í sama firði.  

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum á Facebook. 

Þá höfðu nokkrir einstaklingar í nokkrum bílum, á leið til Ísafjarðar, ekki komist leiðar sinnar og eru nú björgunarsveitir frá Súðavík og Ísafirði að aðstoða fólkið við að komast af staðnum. 

Vegurinn verður hreinsaður á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka