Yfir helmingur stúlknanna beðinn um nektarmyndir

Samfélagsmiðlanotkun er útbreidd meðal íslenskra barna.
Samfélagsmiðlanotkun er útbreidd meðal íslenskra barna. mbl.is/Karítas

Rúmlega helmingur stúlkna í 10. bekk hefur verið beðinn um að senda nektarmyndir.

Þetta kemur fram í niðurstöðum íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem tilkynntar voru í dag. Hlutfallið lækkar um 5% frá síðasta ári og stendur nú í 54%.

Af henni má sem fyrr ráða að samfélagsmiðlanotkun sé útbreidd meðal íslenskra barna. Sýnir rannsóknin að um og yfir helmingur nemenda eiga erfitt með að minnka notkun sína.

Um þriðjungur ungmenna í 10. bekk upplifir vanlíðan þegar hann hefur ekki aðgang að samfélagsmiðlum. Eru stúlkur sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum áhrifum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert