Innlend hópsýking lifrarbólgu B

Sóttvarnalæknir hvetur til meiri skimunar.
Sóttvarnalæknir hvetur til meiri skimunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Undanfarna mánuði hafa komið upp nokkur tilfelli bráðrar lifrarbólgu B hér á landi sem tengjast innbyrðis. Rakning bendir til að smit hafi átt sér stað við kynmök.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur hvatt til aukinnar skimunar fyrir lifrarbólgu B við leit að kynsjúkdómum og öðrum blóð- og vessabornum sjúkdómum, svo sem ef einstaklingur greinist með kynsjúkdóm eða óskar eftir rannsókn vegna kynsjúkdóms.

Spurð hvort þetta sé faraldur og hvort hún viti hvað margir einstaklingar hafi greinst með smit segir hún að ekki sé um faraldur að ræða. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka