Nýtt öryggiskerfi í Smiðju Alþingis

Í Smiðju fara gestir um öryggishlið og töskur um leitarvél.
Í Smiðju fara gestir um öryggishlið og töskur um leitarvél. mbl.is/Hákon

„Smiðja er nýtt hús og í það var fengið nýtt öryggiskerfi,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í samtali við Morgunblaðið, en þeir sem leið hafa átt í Smiðju, hina nýju skrifstofubyggingu þingsins, hafa orðið varir við að öryggisaðgangur þar hefur verið hertur.

Segir Ragna að öryggiseftirliti sé háttað þannig að gestir fari í gegnum öryggishlið þar sem er leitarskanni og töskur fari í gegnum leitarvél.

„Það hefur líka lengi verið leitarvél í þinghúsinu þegar fólk kemur á þingpalla og síðan er líka komin leitarvél í Skála, sambærileg þeirri við þingpallana,“ segir hún, en Skáli er viðbygging við alþingishúsið, svo sem kunnugt er, og þar er aðalinngangurinn í þinghúsið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert