Óvissustig vegna skriðuhættu er enn í gildi

Mynd af skriðu yfir veginn um Eyrarhlíð sem tekin var …
Mynd af skriðu yfir veginn um Eyrarhlíð sem tekin var í gær. Ljósmynd/Veðurstofan Íslands

Óvissustig vegna skriðuhættu er enn í gildi fyrir sunnan- og norðanverða Vestfirði en ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum lýsti yfir óvissustigi síðdegis í gær.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að dregið hafi úr hættu frá því í gær, en jarðvegur á svæðinu er enn blautur og því ekki hægt að útiloka skriðuföll í dag þrátt fyrir skaplegri aðstæður.

Vegir voru hreinsaðir í morgun en fólki er bent á að fylgjast með aðstæðum á vegum inn á umferdin.is.

„Í nótt og á morgun er aftur spáð rigningu á Vestfjörðum og því gæti skriðuhætta aukist á ný áður en kólnar á fimmtudagskvöld og dregur þar með úr hættu,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert