Veitur vinna nú að því að skipta út 3.000 snjallmælum sem settir voru upp fyrir tveimur árum í póstnúmerum 101 og 107.
Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir að komið hafi í ljós að á hluta þess svæðis hafi Veitur ekki getað nýtt fulla virkni mælanna þar sem tegundin hentaði ekki rafdreifikerfinu þar nægilega vel.
„Við erum því að skipta þeim út fyrir hentugri tegund um þessar mundir. Mælarnir sem teknir voru niður verða settir upp annars staðar á veitusvæðunum þar sem hægt verður að nýta fulla virkni þeirra.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.