Vegurinn um Súðavíkurhlíð opnaður: Eyrarhlíð lokuð

Vegurinn um Súðavíkurhlíð hefur verið opnaður aftur.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð hefur verið opnaður aftur. mbl.is/Sigurður Bogi

Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð en honum var lokað í gærkvöldi vegna hættu á grjóthruni.

Vegurinn um Eyrarhlíð í Skutulsfirði er enn lokaður vegna aurskriða. Unnið er að opnun en óvíst er hvenær tekst að opna veginn, að því er Vegagerðin greinir frá.

Lokað er í Ísafjarðardjúpi vegna aurskriða og vatns sem flæðir yfir veginn. Farið verður í að kanna aðstæður og vinna að opnun með morgninum. Vonast er til að hægt verði að opna fyrir hádegi.

Vatnsskemmdir eru á veginum um Dynjandisheiði og eru vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem líkur eru á skriðuhættu.

Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er lokaður, auk þess sem Bíldudalsvegur er í sundur og því lokaður frá flugvelli að gatnamótum við Dynjandisheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka