Gular viðvaranir eru um allt land vegna sunnan hvassviðris eða storms, auk þess sem snarpar vindhviður verða við fjöll. Þær verða allar í gildi þangað til seinna í dag.
Í dag er spáð minnkandi suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu síðdegis. Bjart verður með köflum, en stöku skúrir á vestanverðu landinu. Þykknar upp með rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld. Hiti verður á bilinu 3 til 7 stig.
Suðvestan 13-20 m/s verða með rigningu eða skúrum á morgun, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig.