Allir þeir flokkar sem svöruðu spurningum forvarnarsamtaka eru sammála um um að stemma verði stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn eru hins vegar einu flokkarnir sem vilja að ÁTVR verði lagt niður og áfengi selt í almennum verslunum.
Svör bárust frá sjö flokkum; Flokki fólksins, Framsókn, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Sósíalistaflokki, Vinstri grænum og Viðreisn, að fram kemur í tilkynningu frá Fræðslu- og forvarnafélags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum IOGT og SAFF-Samstarfs félagasamtaka í forvörnum.
„Þrátt fyrir að þrotlausa vinnu forvarnarsamtaka og fleiri við að halda lýðheilsu á lofti er staðan sú að nikótínpúðanotkun ungmenna hefur stóraukist vegna aðgangshörku markaðsafla og takmarkaðra viðbragða stjórnvalda. Nú notar um þriðji hver ungur karlmaður nikótínpúða daglega, en nikótínnotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska heilans, einkum á þau svæði sem stýra einbeitingu, skapi, hvatastjórnun o.fl.,“ segir í tilkynningunni.
Þá megi líkja sölu áfengis hérlendis við villta vestrið, en samtökin telja smásölu til neytenda í matvöruverslunum í gegnum netið, vera ólöglega.
„Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar.“
Spurt var
Hér má sjá ítarlegri svör flokkana: