Boða fund um menntamál með stjórnmálafólki

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Kennarasamband Íslands hefur boðað til fundar um menntamál með fulltrúum stjórnmálaflokka á þriðjudaginn.

Yfirskrift fundarins er Kjósum um framtíðina – fjárfestum í kennurum og verður hann haldinn í Skriðu menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

KÍ hefur sent boð til flokkanna og óskað eftir að fulltrúi á þeirra vegum komi til samtals á opna fundinum.

Flokkarnir sem fengu boðsbréf eru Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert