Eldur kom upp í Sorpu

Allt tiltækt lið var kallað út.
Allt tiltækt lið var kallað út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í færibandi í húsnæði Sorpu í Gufunesi á þriðja tímanum í dag.

Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, aðstoðarvarðstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Útkallið barst klukkan 14.20 og var þá allt tiltækt lið sent á vettvang. Dregið var þó úr viðbragðinu þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang.

Slökkviliðinu hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins en upplýsingar um skemmdir liggja ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert