Borgaryfirvöld hafa samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Geirsnef. Gera á Geirsnef að borgargarði, útivistarsvæði með náttúrulegu yfirbragði.
Með þéttingu íbúðabyggða, bæði í Vogabyggð og í og við Ártúnshöfða, verði Geirsnef sífellt mikilvægara útivistarvæði fyrir íbúa.
Geirsnef varð fyrst til sem uppfylling á náttúrulegum óseyrum Elliðaár, að því er fram kemur í frjálsa alfræðiritinu Wikipediu. Uppfyllingin hófst í borgarstjórnartíð Geirs Hallgrímssonar (1959-1972) og var hún nefnd eftir honum.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.