Gular viðvaranir og spáð kólnandi veðri

Vindaspá klukkan 12 í dag.
Vindaspá klukkan 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir taka gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra klukkan 8 og gilda fram eftir degi.

Á þessum svæðum verða suðvestan 15-23 m/s og vindhviður með allt að 30 m/s. Það verður varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Það verða suðvestan 13-20 m/s og súld eða rigning í dag, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn verður 8 til 17 stig, hlýjast austast. Það kólnar í veðri vestan til seint í kvöld með éljum.

Snjókoma á morgun um norðanvert landið

Í fyrramálið gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum en sjókomu um landið norðanvert. Það verður úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestalands. Hitinn verður nálægt frostmarki. Það verða norðvestan 20-28 m/s á Suðausturlandi og á Austfjörðum seint annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert