Verið er að rífa eldri byggingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Ármúla í Reykjavík og hverfur með því eitt helsta kennileitið í Múlunum. Fyrrverandi höfuðstöðvar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut verða hins vegar endurgerðar.
Byggingin í Ármúla 31 var reist á árunum 1970-1972 en byggingin við Suðurlandsbraut á árunum 1980-1984.
Athafnasvæði Rafmagnsveitunnar myndaði gróið og samfellt svæði eins og sýnt er á loftmynd hér til hliðar. Svæðið hefur verið endurskipulagt og verður byggingin við Suðurlandsbraut hluti af 436 íbúða hverfi. Búið er að selja ríflega helming íbúða í fyrsta fjölbýlishúsinu en það næsta kemur í sölu á næsta ári.
Fjallað var um áðurnefndar byggingar Rafmagnsveitunnar í húsakönnun sem unnin var af Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt hjá Úrbanistan, árið 2019. Þar sagði meðal annars:
„Báðar byggingarnar eru reistar eftir teikningum Guðmundar Kr. Kristinssonar arkitekts og er eldri byggingin við Ármúla samstarfsverkefni hans og Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts og sú yngri samstarfsverkefni Guðmundar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekts. Byggingin við Ármúla er klædd stálgrindarbygging á steyptum kjallara og var reist sem verkstæðis- og lagerbygging Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Nánar í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.