Neyðarástand kalli á tafarlaus viðbrögð

Þjónusta hefur ekki batnað eða úrræðum fjölgað þrátt fyrir aukið …
Þjónusta hefur ekki batnað eða úrræðum fjölgað þrátt fyrir aukið fjármagn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umboðsmaður barna seg­ir rými á lög­reglu­stöðinni í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði, þar sem út­bú­in hef­ur verið aðstaða til að neyðar­vista börn, með öllu óviðun­andi fyr­ir þá starf­semi. En ákveðið var að nýta rýmið tíma­bundið eft­ir að álma fyr­ir neyðar­vist­un á meðferðar­heim­il­inu Stuðlum gjör­eyðilagðist í bruna í októ­ber.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í bréfi umboðsmanns til mennta- og barna­málaráðherra vegna þess vanda og úrræðal­eys­is sem skap­ast hef­ur í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda. 

Aukið fjár­magn hafi ekki skilað bættri þjón­ustu eða frek­ari úrræðum og stofn­un nýs meðferðar­heim­ils hafi taf­ist fram úr hófi. Sú al­var­lega staða sem blasi við kalli á taf­ar­laus viðbrögð, að mati umboðsmanns.

„Umboðsmaður barna hef­ur þung­ar áhyggj­ur af þeim aðkallandi vanda sem skap­ast hef­ur í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda og því al­var­lega úrræðal­eysi sem ríkt hef­ur í mála­flokkn­um um langt skeið,“ seg­ir í bréf­inu.

Aukið fjár­magn ekki skilað bættri þjón­ustu

Bend­ir umboðsmaður á að gögn og rann­sókn­ir hafi sýnt fram á að auk­in áhættu­hegðun og of­beldi meðal barna hafi verið vax­andi vanda­mál und­an­far­in ár. Þrátt fyr­ir það hafi úrræði sem ætluð eru þess­um hópi barna, þar með tal­in meðferðarþjón­usta, ekki verið full­nægj­andi eða aðgengi­leg og stuðning hafi skort. Eitt­hvað sem ít­rekað hafi verið vak­in at­hygli á.

Ljóst sé að aukið fjár­magn inn í mála­flokk­inn hafi ekki skilað ár­angri í þá átt að bæta úr vand­an­um, enda hafi Barna- og fjöl­skyldu­stofa fækkað veru­lega eig­in meðferðarúr­ræðum fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda og þjón­usta þeirra verið skert, m.a. með lok­un meðferðarúr­ræða og sum­ar­lok­un Stuðla.

Salvör Nordal er umboðsmaður barna.
Sal­vör Nor­dal er umboðsmaður barna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekk­ert gerst á rúm­um ára­tug

Fyr­ir rúm­um ára­tug hafi komið fram í fram­kvæmdaráætl­un á sviði barna­vernd­ar að brýn þörf væri á nýju meðferðarúr­ræði sem þjón­ustað gæti börn sem glíma við al­var­leg­an vímu­efna­vanda eða sæta gæslu­v­arðhaldi eða afplán­un. Áform um stofn­un nýs meðferðar­heim­il­is hafi svo komið fram í öll­um fram­kvæmdaráætl­un­um í barna­vernd sem lagðar hafi verið fram á Alþingi frá þeim tíma.

„Árið 2018 und­ir­rituðu þáver­andi fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, Barna­vernd­ar­stofa og Garðabær sam­eig­in­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu nýs meðferðarúr­ræðis fyr­ir börn í Garðabæ þar sem fram kom að stefnt væri að því að fram­kvæmd­ir við meðferðar­heim­ilið hæf­ust árið 2019. Fram­kvæmd­ir hafa enn ekki haf­ist og ljóst er að meðferðar­heim­ilið er engu nær því að verða að veru­leika nú en þegar umræður um það hóf­ust fyr­ir meira en ára­tug síðan, þrátt fyr­ir aðkallandi þörf.“

Kall­ar á taf­ar­laus viðbrögð ráðuneyt­is

Bend­ir umboðsmaður einnig á að ekk­ert meðferðarúr­ræði fyr­ir drengi sé á Íslandi í dag. Eng­in meðferðardeild sé nú starf­rækt á Stuðlum og að meðferðar­heim­il­inu að Lækj­ar­bakka hafi verið lokað.

Opna eigi nýtt meðferðar­heim­ili í Skála­túni fyr­ir lok árs, en ekki sé gert ráð fyr­ir að heim­ilið geti sinnt þjón­ustuþörf allra þeirra barna sem þurfa á því að halda. 

„Sú al­var­lega staða sem blas­ir við í mála­flokkn­um kall­ar á taf­ar­laus viðbrögð ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir umboðsmaður og minn­ir á þær skyld­ur sem hvíla á ís­lenska rík­inu sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Þá einkum rétt barna til lífs og þroska.

Engin meðferðardeild er nú á Stuðlum.
Eng­in meðferðardeild er nú á Stuðlum. mbl.is/​Karítas

„Ákvæðið trygg­ir börn­um rétt til þess að al­ast upp við þroska­væn­leg skil­yrði og ger­ir því m.a. kröfu um full­nægj­andi heil­brigðisþjón­ustu, mennt­un og vernd gegn of­beldi, van­rækslu, mis­notk­un og ann­ars kon­ar illri meðferð. Lögð er áhersla á að sér­hverju barni séu tryggðar aðstæður þar sem þeim get­ur liðið vel og fái tæki­færi til þess að ná lík­am­leg­um, and­leg­um, siðferðis­leg­um og fé­lags­leg­um þroska. Rétt­ur barna sam­kvæmt ákvæðinu er for­senda þess að þau fái notið annarra mann­rétt­inda sam­kvæmt Barna­sátt­mál­an­um. Tel­ur umboðsmaður barna ljóst að rétt­ur þessa viðkvæma hóps barna sam­kvæmt ákvæðinu sé ekki virt­ur að fullu.“

Óskar umboðsmaður eft­ir upp­lýs­ing­um um af­stöðu ráðuneyt­is­ins vegna stöðunn­ar og með hvaða hætti bregðast eigi við því neyðarástandi sem hafi skap­ast í mála­flokkn­um. Einnig er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um framtíðar­sýn ráðuneyt­is­ins varðandi meðfer­ferðar­kerfið á Íslandi. Hvernig skipu­lag og upp­bygg­ing þess geti tryggt að hægt sé að bregðast við ófyr­ir­sjá­an­leg­um at­vik­um án eþss að skerða eða af­nema þurfi þjón­ustu við börn sem þurfa á að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert