Skildi eftir möl og grjót á miðjum vegi

Lögregla stöðvaði þrjá ökumenn í dag sem notuðust við farsíma …
Lögregla stöðvaði þrjá ökumenn í dag sem notuðust við farsíma við akstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður vörubíls var stöðvaður og kærður vegna hættu á farmi eftir að vörubíllinn hafði skilið eftir sig mög og grjót á miðjum vegi í miðbæ Hafnarfjarðar í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 5 í morgun til klukkan 17 í dag.

Í Grafarvogi var aðili handtekinn fyrir líkamsárás og gistir hann í fangaklefa vegna málsins.

Þrír stöðvaðir fyrir notkun á farsíma við akstur

Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður við almennt umferðareftirlit og reyndist ökumaðurinn þá vera án réttinda og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu.

Einnig var ökumaður stöðvaður í Kópavogi vegna notkunar á farsíma við akstur.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í Múlahverfi Reykjavíkur fyrir notkun á farsíma við akstur og málin afgreidd með vettvangsskýrslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert