„Mjög bagalegt“ að klára ekki málið

Kílómetragjald verður ekki að lögum fyrir áramót.
Kílómetragjald verður ekki að lögum fyrir áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög bagalegt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um þá niðurstöðu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar að frumvarpið um kílómetragjald verði ekki að lögum fyrir áramót.

Sigurður Ingi segist líta svo á að eingöngu sé um frestun að ræða „vegna þess að öllum er ljóst að þessi kerfisbreyting er óumflýjanleg og til góða fyrir allan almenning í landinu“, segir hann.

„Þessi aðgerð er liður í því að almenningur kallar eftir að fá betri og öruggari vegi og þetta var leið ríkisins til þess að skipta endanlega um kerfi og tryggja örugga fjármögnun þess til framtíðar,“ segir hann.

Sigurður Ingi segir að í þessari frestun felist líka áskorun um að stoppa í gat sem til verður og kalli á hækkanir frá og með næstu áramótum, meðal annars á bensín- og dísilgjöldum sem hefðu ellegar lækkað um 80 til 90 krónur frá dælu 1. janúar þegar gjöldin áttu að falla niður og kílómetra gjaldið að koma í staðinn.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka