Fátt um svör vegna Black Cube

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Karítas

Dóms­málaráðuneytið hef­ur ekk­ert gert í mál­inu sem kom upp á dög­un­um þegar Jón Gunn­ars­son þingmaður sagði ísra­elska njósna­fyr­ir­tækið Black Cube hafa verið ráðið til að afla gagna um hann í tengsl­um við hval­veiðar og það tekið upp sam­ræður við son Jóns, sem Heim­ild­in gerði sér svo mat úr.

Spurð að lokn­um blaðamanna­fundi í morg­un hvort ráðuneytið sé að gera eitt­hvað í tengsl­um við málið eða hvort það hafi ein­hver úrræði vegna þess svaraði Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra:

„Við höf­um ekki gert það í þess­ari viku síðan þetta mál kom upp. Það er þá á hendi lög­regl­unn­ar hvort hún tel­ur ástæðu til þess að bregðast við og ég hef ekki af­skipti af störf­um lög­regl­unn­ar.“

Sig­ríður Björk vildi ekki tjá sig

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri sagðist fyrr í vik­unni ekki vera að rann­saka málið en að máls­at­vik yrðu könnuð.

Hún vildi ekk­ert tjá sig frek­ar um málið þegar eft­ir því var leitað í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka