Framsóknarflokkurinn boðar lægra matvöruverð og fyrirsjáanleika á húsnæðislánamarkaði en flokkurinn kynnti áherslur sínar fyrir komandi alþingiskosningar á kynningarfundi í dag.
Flokkurinn leggur sérstaka áherslu á tvennt: Að lækka virðisaukaskatt á matvæli og tryggja þar með lægra matvöruverð. Að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til langs tíma og þannig veita meiri fyrirsjáanleika við hver mánaðarmót.
Áfram leggurinn flokkurinn áherslu á ábyrga og stöðuga efnahagsstjórn, með það að markmiði að ná hratt niður vöxtum og verðbólgu.
Flokkurinn leggur jafnframt áherslu á að auka húsnæðisframboð með samstarfi ríkis og sveitarfélaga, koma á skattahvötum fyrir hagkvæmar íbúðir og auka fjármagn í hlutdeildarlán.
Á fundinum var einnig kynntur til sögunnar nýjasti félagi flokksins, spjallmennið frú Sigríður.