Nýtt húsnæði fyrir geðþjónustu á annarri lóð

Áætlað er að nýtt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala verði ekki …
Áætlað er að nýtt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala verði ekki að tekið til notkunar fyrr en eftir 10 til 15 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verði staðsett utan Hringbrautarlóðar.

Í tilkynningunni frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nýtt húsnæði fyrir geðþjónustu verði innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. 

Það sé gert til að tryggja nálægð við aðrar þjónustur spítalans.

Áætlað er að nýtt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala verði ekki að tekið til notkunar fyrr en eftir 10 til 15 ár.

Aftur á móti er áætlaður framkvæmdatími byggingarinnar fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030.

„Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert