Sjö hafa sótt um embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála sem dómsmálaráðuneytið auglýsti fyrir skömmu.
Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli útlendingalaga.
Eftirfarandi sóttu um embættið:
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sérstök hæfnisnefnd fari yfir umsóknirnar til að mæta hæfni umsækjenda.
Þar segir enn fremur að eftir lagabreytingar á árinu verði nefndin framvegis skipuð þremur nefndamönnum í fullu starfi, formanni, varaformanni og nefndarmanni.