Stórsókn á miðjunni: Sigmundur Davíð kominn í hús

Erna Mist Yamagata, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson …
Erna Mist Yamagata, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sat fyrir svörum í leiðtogaspjalli undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum er að vænta innan skamms.

Miðflokkurinn í sókn

Flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs hef­ur verið í sókn að und­an­förnu og nú hef­ur hann, líkt og aðrir, kynnt odd­vita í hverju kjör­dæmi ásamt fram­boðslist­um.

Hvert stefni Sig­mund­ur ef niðurstaða kosn­inga verður með þeim hætti sem kann­an­ir gefa til kynna? Sér hann sam­starfs­flöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubú­inn að gefa eft­ir?

Fleiri góðir gestir

Auk Sigmundar mættu þau Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, sem situr í 9. sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu pólitíska sviði hérlendis og erlendis.

Líkt og undanfarna föstudaga mætti Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, til leiks og fór yfir nýjustu tölur úr skoðanakönnun Prósents í þættinum og varpaði ljósi á fylgi flokkanna sem bjóða fram á landsvísu.

Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is alla þirðjudaga og föstudaga klukkan 14 fram að þingkosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert