„Þá kætast bara stóriðjutröllin“

Sindri Geir hafnaði upp­still­ing­ar­nefnd tvisvar til þris­var áður en hann ákvað að láta slag standa sem odd­viti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.

Hann seg­ir að nátt­úru­vernd beri reglu­lega á góma í sam­ræðum við kjós­end­ur og nefn­ir að VG vilji að eldi í opn­um sjókví­um verði bannað eft­ir árið 2030.

„Það sem kannski kem­ur mér á óvart þegar ég er að tala við fólk og er á ferðinni er að nátt­úru­vernd­in, hún skipt­ir fólk gríðarlegu máli,“ seg­ir Sindri og bæt­ir við:

„Það er al­veg greini­legt að nátt­úru­vernd­in, lofts­lags­mál­in, orku­mál­in, þetta er eitt­hvað sem brenn­ur á fólki hérna á svæðinu.“

Um­hverf­is­vernd er helsta áherslu­mál hans í kom­andi kosn­ing­um.

„Við erum að horfa upp á það að eft­ir kosn­ing­ar verði mögu­lega eng­inn full­trúi nátt­úru­vernd­ar á þingi og þá kæt­ast bara stóriðjutröll­in og eng­inn ann­ar,“ seg­ir hann og vís­ar í kann­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka