Unnu eftir kröfugerð sem lögð var fram í upphafi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

Ýmis mik­il­væg atriði náðust fram í kjara­samn­ing­um hjúkr­un­ar­fræðinga við ís­lenska ríkið, sem und­ir­ritaðir voru í gær.

Formaður fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga seg­ir að al­farið hafi verið unnið eft­ir kröfu­gerð sem lögð var fram við upp­hafi viðræðna, sem byggði á ósk­um og skoðunum hjúkr­un­ar­fræðinga. Með því hafi góðum samn­ingi verið landað.

„Við erum búin að sitja við borðið í níu mánuði og það hef­ur verið unnið þann tíma. Reynd­ar styttra en síðast, þá vor­um við 20 mánuði, þannig þetta eru fram­far­ir,“ seg­ir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, í sam­tali við mbl.is.

„Við lögðum fram kröfu­gerð í upp­hafi viðræðnanna og eft­ir henni höf­um við unnið. Sú kröfu­gerð bygg­ir á ósk­um og skoðunum hjúkr­un­ar­fræðinga, því sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa viljað setja á odd­inn. Það hef­ur verið okk­ar leiðarljós síðustu níu mánuði og þegar við töld­um okk­ur vera kom­in með það sem við vær­um sátt við miðað við stöðuna í dag, þá kláruðum við sam­talið.“

Kjör­in hækkuð til sam­ræm­is við aðra

Guðbjörg seg­ir mik­il­vægt skref hafa verið tekið með samn­ingn­um þar sem horft sé á virði starf­anna í sam­an­b­urði við aðrar stétt­ir og að kjör­in hækki til sam­ræm­is við aðra há­skóla­menntaða sér­fræðinga. Þá sé stytt­ing vinnu­vik­unn­ar fest í sessi og vinnu­tími dag­vinnu­fólks verður 36 tíma ár viku.

Einnig var samið um breyt­ing­ar á starfs­mennt­un­ar­sjóði, sem Guðbjörg seg­ir mikla eft­ir­spurn hafa verið eft­ir, en fram­lagið verður hækkað

„Síðan erum við að fara í aukna veg­ferð að sér­fræðileyfi hjúkr­un­ar­fræðinga. Þannig við erum líka með framtíðarpæl­ing­ar í þessu,“ seg­ir Guðbjörg.

„Þess vegna tel ég mig hafa vandað þarna samn­ing sem byggður er á því sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa sett fram. Ég er ekki að setja samn­ing í loftið sem ég tel að hjúkr­un­ar­fræðing­ar muni ekki vera sátt­ir við.“

Nýr samn­ing­ur verður kynnt­ur fyr­ir fé­lags­fólki eft­ir helgi og fer í at­kvæðagreiðslu á miðviku­dag­inn. At­kvæðagreiðslu lýk­ur svo mánu­dag­inn 25. nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert