Upptökur með leynd færast í vöxt

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Árni Sæberg

„Upp­tök­ur með leynd eru að fær­ast í vöxt. Málið er í hönd­um rík­is­lög­reglu­stjóra og skoðað út frá þjóðarör­yggi þar sem málið snert­ir rík­is­stjórn og við fylgj­umst með,“ seg­ir Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar.

Til­efnið er leyni­leg upp­taka af sam­tali Gunn­ars Berg­manns, son­ar Jóns Gunn­ars­son­ar alþing­is­manns, og manns sem villti á sér heim­ild­ir sem er­lend­ur fjár­fest­ir, en Gunn­ar starfar sem fast­eigna­sali.

Spurð hver sé rétt­ur óbreyttra borg­ara varðandi svona birt­ing­ar seg­ir Helga að það sé háð alls kyns mati.

„Þegar slík­ar upp­tök­ur eru notaðar gegn fólki hef­ur fjöl­miðill mjög rúm­ar heim­ild­ir til þess, en eft­ir stend­ur hver tók upp­tök­una og hvort hún sé met­in ólög­mæt.“

Friðhelgi einka­lífs­ins

Elva Ýr Gylfa­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Fjöl­miðlanefnd­ar seg­ir að nefnd­in taki ekki upp mál á grund­velli 26. og 36. gr. lag­anna nema kvört­un ber­ist.

„Þetta mál er þess eðlis að við tækj­um það ekki upp nema okk­ur bær­ist kvört­un. Þá þyrfti að rök­styðja á hvaða grunni hún væri brot á fjöl­miðlalög­um. Það er ekki ákvæði í fjöl­miðlalög­um sem taka til þess hvernig fjöl­miðlar afla heim­ilda sinna. Ef það væri kvartað á þeim grund­velli þá er ekki ákvæði í lög­un­um sem fjall­ar um það.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka