Upptökur með leynd færast í vöxt

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Árni Sæberg

„Upptökur með leynd eru að færast í vöxt. Málið er í höndum ríkislögreglustjóra og skoðað út frá þjóðaröryggi þar sem málið snertir ríkisstjórn og við fylgjumst með,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.

Tilefnið er leynileg upptaka af samtali Gunnars Bergmanns, sonar Jóns Gunnarssonar alþingismanns, og manns sem villti á sér heimildir sem erlendur fjárfestir, en Gunnar starfar sem fasteignasali.

Spurð hver sé réttur óbreyttra borgara varðandi svona birtingar segir Helga að það sé háð alls kyns mati.

„Þegar slíkar upptökur eru notaðar gegn fólki hefur fjölmiðill mjög rúmar heimildir til þess, en eftir stendur hver tók upptökuna og hvort hún sé metin ólögmæt.“

Friðhelgi einkalífsins

Elva Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að nefndin taki ekki upp mál á grundvelli 26. og 36. gr. laganna nema kvörtun berist.

„Þetta mál er þess eðlis að við tækjum það ekki upp nema okkur bærist kvörtun. Þá þyrfti að rökstyðja á hvaða grunni hún væri brot á fjölmiðlalögum. Það er ekki ákvæði í fjölmiðlalögum sem taka til þess hvernig fjölmiðlar afla heimilda sinna. Ef það væri kvartað á þeim grundvelli þá er ekki ákvæði í lögunum sem fjallar um það.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka