Næsta þriðjudagskvöld verður hálf öld liðin frá því að Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þá sögu þekkja flestir landsmenn enda varð mannshvarfið að frægasta sakamáli Íslands á lýðveldistímanum.
Fyrsta fréttin af hvarfi Geirfinns birtist í Morgunblaðinu þar sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir honum. Prófessor í afbrotafræði segir ekkert sakamál hafa haft viðlíka áhrif á þjóðarsálina og Geirfinnsmálið.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.