Höfuðstöðvarnar í Tónahvarfi risnar

Nýjar höfuðstöðvar HSSK eru undir Vatnsendahæð í Kópavogi og snúa …
Nýjar höfuðstöðvar HSSK eru undir Vatnsendahæð í Kópavogi og snúa í norður. mbl.is/Baldur

Valgeir Tómasson, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi (HSSK), segir áformað að flytja inn í nýjar höfuðstöðvar sveitarinnar í Tónahvarfi 8 í kringum páskana.

Framkvæmdir við höfuðstöðvarnar eru langt komnar og er nýbúið að malbika planið fyrir framan og aftan húsið sem er undir Vatnsendahæð. Sveitin er nú á Kársnesi en það húsnæði mun víkja fyrir fjölbýlishúsum eins og Morgunblaðið hefur sagt frá.

Valgeir segir lokafrágang fram undan í Tónahvarfinu. Leggja þurfi rafmagn, setja upp loftræstikerfi, ganga frá lofti og þessar háttar en málningarvinna sé langt komin.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert