Krónan byggir á Hvolsvelli

Fremst til vinstri er þjónustustöð N1 en ráðgert er að …
Fremst til vinstri er þjónustustöð N1 en ráðgert er að nýtt verslunarhús verði á auða reitnum þar vestan við; það er ofar á myndinni. Í dag er verslunin Krónan í grænleita húsinu sem er norðan Suðurlandsvegar. mbl.is/Sigurður Bogi

Krónan og Yrkir, fasteignafélag Festi, eru nú í viðræðum við sveitarstjórn Rangárþing eystra um að hefja á næstu misserum byggingu verslunarhúss á Hvolsvelli.

„Mikill uppgangur hefur verið á Hvolsvelli undanfarin ár, íbúum hefur fjölgað og sveitarstjórnarfólk vinnur að skipulagsmálum með það fyrir augum að staðurinn dragi enn fleiri að. Hvolsvöllur er í alfaraleið,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Morgunblaðið.

Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.
Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Núverandi verslunarhús Krónunnar á Hvolsvelli er komið til ára sinna og á álagstímum er þar stundum þröng á þingi, segir Guðrún. Uppbygginguna segir hún hugsaða í nokkrum áföngum en auk stækkunar fyrir Krónuna er ætlunin einnig að byggja rými af mismunandi stærðum fyrir fjölbreytta starfsemi aðra, svo sem búðir, veitingastað og fleira.

„Þarna á að vera hægt að nálgast allt sem þarf á einum stað, sem eykur þægindi og fjölbreytni fyrir bæði íbúa og ferðamenn,“ segir Guðrún.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka