Þórður mun ekki taka þingsæti

Gömul graðhestaskrif Þórðar hafa vakið athygli að undanförnu.
Gömul graðhestaskrif Þórðar hafa vakið athygli að undanförnu. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þórður Snær Júlí­us­son, fjöl­miðlamaður og fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hyggst ekki taka sæti á þingi, jafn­vel ef hann hljóti slíkt í kom­andi kosn­ing­um. Held­ur hyggst hann eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti sitt.

Göm­ul skrif Þórðar Snæs á blogg­inu „Þess­ar elsk­ur“, sem haldið var uppi af hon­um og fé­lög­um á ár­un­um 2004-2007, voru dreg­in fram í þætti Spurs­mála á mbl.is á þriðju­dag. Skrif­in hafa síðan þá vakið sterk viðbrögð en hann gerði kon­ur gjarn­an að um­fjöll­un­ar­efni á blogg­inu sínu, oft á niðrandi hátt. 

„Ég mun ekki taka þing­sæti hljóti ég slíkt í kosn­ing­un­um eft­ir tvær vik­ur held­ur eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti mitt,“ skrif­ar hann á Face­book.

Þórður skip­ar þriðja sæti lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en fjórða sætið skip­ar Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir þingmaður.

Skamm­ast sín djúpt

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður flokks­ins, sagði í færslu á Face­book á miðviku­dag að skrif Þórðar end­ur­spegluðu eng­an veg­inn stefnu flokks­ins en að hún teldi rétt að gefa fólki tæki­færi að bæta sitt ráð.

Fjöl­miðlamaður­inn eyddi bloggsíðunni af in­ter­net­inu fyr­ir um 17 árum vegna þess að „ég var þá þegar bú­inn að átta mig á að skrif­in þar voru ekki sniðug og ögr­andi held­ur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyr­ir augu neins fram­ar,“ skrif­ar Þórður.

En skjá­skot af síðunni lifa enn í vef­söfn­um. „Ég vissi það ekki og þess vegna kom það mér jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni þegar ég var spurður út í þau í Spurs­mál­um. Það breyt­ir þó engu um ábyrgð mína á skrif­un­um. Hún er, líkt og áður sagði, al­gjör.“

Hafi lært af kon­um í kvenn­rétt­inda­bar­átt­unni

Í færsl­unni seg­ist hann skamm­ast sín djúpt fyr­ir skrif­in, sem hann kalll­ar röng, meiðandi og skaðleg. Hann biður bið alla sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um af skrif­un­um – „og bara alla yfir höfuð“ – af­sök­un­ar á því að hafa skrifað með þess­um hætti.

„Ég geri mér með öllu grein fyr­ir því að svona skrif og svona sjón­ar­mið hafa valdið mikl­um skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kven­fjand­sam­leg menn­ing hef­ur þrif­ist,“ seg­ir hann og bend­ir á að skrif­in séu hluti af stærra vanda­máli.

„Fyrri af­sök­un­ar­beiðni mín og ábyrgðar­taka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er ein­læg og án fyr­ir­vara.“

Marg­ir ung­ir menn á sama stað í dag

Hann seg­ir viðhorf sín hafa gjör­breyst og helsta ástæða þess sé sú að hann hafi heyrt kon­urn­ar sem leiddu bar­átt­una fyr­ir auknu kven­frelsi lýsa reynslu­heimi sín­um.

„Ég heyrði kon­urn­ar í kring­um mig lýsa ótt­an­um sem þær þurfa að lifa með en ég, í for­rétt­inda­stöðu, þarf aldrei að tak­ast á við. Ég lærði af öll­um sterku kon­un­um sem ég hef unnið með í gegn­um árin. Bar­átta þeirra allra breytti ekki bara viðhorf­um mín­um, held­ur end­ur­skil­greindu viðmið sam­fé­lags­ins. Ollu bylt­ingu.“

„Það ligg­ur líka fyr­ir að bar­átt­an stend­ur enn. Og það er bak­slag í henni. Viðhorf eru far­in að heyr­ast á ný sem voru á und­an­haldi. Ung­ir karl­ar sem eru á svipuðum stað og ég var á þess­um tíma sem skrif­in birt­ust. Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berj­ast fyr­ir því sem hef­ur áunn­ist í kven­frels­is- og jafn­rétt­is­bar­átt­unni. Ég hef tekið þátt í þeirri bar­áttu á síðustu ára­tug­um og ég vil gera það áfram sem stuðnings­maður. Með því að hlusta og læra.“

Get­ur ekki bætt skaðann

Þórður seg­ir það þungt að vera af mörg­um fyrst og síðast dæmd­ur af því sem hann gerði fyr­ir tæp­um tveim­ur ára­tug­um.

„Ég hef helgað mig því að vinna sam­fé­lag­inu gagn og veita vald­höf­um aðhald all­an minn starfs­fer­il og flest mín full­orðins­ár. Þar með talið í jafn­rétt­is­mál­um og þeim bylt­ing­um sem orðið hafa í af­stöðu til kvenna og femín­isma.“

Þórður seg­ir að það ætti að vera öll­um sem þekkja til ljóst að það er ekk­ert eft­ir af þess­um manni sem skrifaði þessi orð und­ir dul­nefn­inu „German steel“.

„Ég get ekki bætt skaðann sem skrif­in ollu, og valda, en ég gat breyst og þrosk­ast og orðið að betri og gagn­legri manni.“

Áfram­hald­andi vera Þórðar á lista reynst mörg­um þung

Ég boðið sig fram til Alþing­is til að gera sam­fé­lag­inu gagn á öðrum vett­vangi, hvíla sig á því að benda á það sem væri að og reyna að vinna að lausn­um þess í stað.

„Nú er mér ljóst að áfram­hald­andi vera mín á lista er til trafala og er mörg­um þung. Þess vegna til­kynni ég hér með að ég mun ekki taka þing­sæti hljóti ég slíkt í kosn­ing­un­um eft­ir tvær vik­ur held­ur eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti mitt.“

Hann ósk­ar Sam­fylk­ing­unni alls hins besta í kom­andi bar­áttu. „Þetta er sann­ar­lega hóp­ur sem á mikið er­indi í að bæta sam­fé­lagið.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert