„Klárlega fyrsta varðan í áttina að afbrotafræðinni“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir hvarf …
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir hvarf Geirfinns Einarssonar klárlega spilað inn í ákvörðun hans um að velja afbrotafræði í framhaldsnámi á sínum tíma. Samsett mynd

Næsta þriðjudagskvöld verður liðin hálf öld frá því að Geirfinnur Einarsson, 32 ára gamall fjölskyldumaður, yfirgaf heimili sitt í Keflavík í síðasta sinn. Þriðjudagskvöldið 19. nóvember árið 1974 sagðist hann eiga stefnumót við Hafnarbúðina í Keflavík en hvarf sporlaust. Nánast allar götur síðan hefur þjóðin verið mjög upptekin af hvarfi Geirfinns og úr varð sakamál, hið lang-umtalaðasta í íslenskri réttarsögu.

„Ég hef velt því fyrir mér eftir á að Geirfinnsmálið spilaði klárlega inn í ákvörðun mína um að velja afbrotafræði í framhaldsnámi á sínum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, þegar Morgunblaðið tekur hann tali vegna þessara tímamóta.

Þarna var upphaflega talið að örlagaatburðir hefðu átt sér stað …
Þarna var upphaflega talið að örlagaatburðir hefðu átt sér stað að kvöldi 19. nóvember 1974. Úr safni Morgunblaðsins

„Árið 1974 byrjaði ég í menntaskóla. Við vorum í fremur einsleitu samfélagi og þarna birtist einhver ógn. Allt samfélagið brást við eins og einn maður. Þarna er alþjóðlegt borgarsamfélag að verða til en lengi hafði samfélagið verið mun dreifbýlla. Áhrif Geirfinnsmálsins á heilt samfélag eru áhugaverð út frá bæði afbrotafræði og félagsfræði því við sjáum svo margar víddir. Þetta mál var klárlega fyrsta varðan í áttina að afbrotafræðinni hjá mér,“ segir Helgi sem skrifaði fræðilega grein um málið árið 2018. Þegar Helgi kenndi félagsvísindagreinar í MR á árunum 1987 til 1996 var bókin Stattu þig drengur ein þeirra bóka sem nemendur gátu valið að lesa. Var hún gefin út árið 1980 eða sama ár og dómur féll í Hæstarétti þar sem umfjöllunarefni bókarinnar, Sævar Marinó Ciesielski, fékk þyngsta dóminn, 17 ára fangelsi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka