Líkamsárásir og fíkniefnavarsla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla sinnti ýmsum störfum í dag og var m.a. kölluð út vegna íbúa sem ekki fékk að sofa út í morgun vegna framkvæmdarhávaða í Kópavogi.

Þá var lögreglan einnig kölluð út vegna hávaða í heimahúsi í Grafarvogi. Var lögregla kölluð út vegna líkamsárása í tvígang, annars vegar í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar í Laugardal.

Þá voru tveir kærðir fyrir vörslu fíkniefna, annar í Laugardalnum og hinn í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og ritaði lögregluskýrslu.

Voru um 50 km yfir hámarkshraða

Nokkuð var um umferðar- og akstursbrot í dag en tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu vegna hraðaksturs en annar þeirra var 51 km yfir hámarkshraða og hinn 46 km yfir hámarkshraða.

Þá var ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Kom í ljós að ökumaðurinn var einnig án ökuréttinda. Var viðkomandi handtekinn og færður á lögreglustöð en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert