Lögregla rannsakar brunann

Hænur á hænsnabúi. Mynd úr safni.
Hænur á hænsnabúi. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurnesjum, með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, mun rannsaka eldsvoða sem varð í eggjabúi Nesbús í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Nærri sex þúsund hænsnfuglar drápust í brunanum.

Aðgerðum Brunavarna Suðurnesja lauk um áttaleytið í morgun og tók lögregla þá við vettvangi til rannsóknar.

Að sögn vaktstjóra slökkviliðsins er tjónið gríðarlegt og húsið mjög illa farið. Eftir á að meta hvort það verði rifið og umfang tjónsins.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri hafði ekki upplýsingar um hvort rannsakendur væru farnir inn í húsið er mbl.is hafði samband við hann rétt eftir klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert