Í dagbók lögreglunnar segir að talsverður hiti hafi verið í fólki í miðbænum og að pústrar hafi orðið á milli manna. Fjórir voru handteknir fluttir lögreglustöð þar sem skýrslur voru teknar af mönnunum og í framhaldi héldu mennirnir hver í sína áttina.
Eins var „aðili“, líkt og það er orðað í dagbókinni, vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar og hótana í hverfi 104.
Þar gæti hann hafa hitt fyrir mann sem hafði í hótunum við aðila í hverfi 101. Hann var einnig vistaður í fangaklefa.
Þá var manni vísað út af slysadeild þar sem hann hafði í hótunum við starfsfólk.