Um sex þúsund hænsnfuglar drápust í eldsvoða

Brunavarnir Suðurnesja voru á vettvangi.
Brunavarnir Suðurnesja voru á vettvangi. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Talsvert tjón er sagt hafa orðið í eldsvoða í eggjabúinu Nesbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út. 

Þetta kemur fram á RÚV 

Sagt er að töluverður eldur hafi logað í þaki einnar skemmu þegar slökkviliðið bar að. Varðstjóri hjá Brunavörnum segir skemmuna ónýta eftir brunann en tekist hafi að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist frekar út. 

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út auk tankbíls frá Slökkviliði Grindavíkur. 

Sagt er að minnst sex þúsund hænsnfuglar hafi drepist af völdum elds og reyks, en búið er eitt það stærsta á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert