Vinstri græn ekki hlynnt netsölu áfengis

Svandís Svavarsdóttir segir VG hyggjast beita sér gegn sölu áfengis …
Svandís Svavarsdóttir segir VG hyggjast beita sér gegn sölu áfengis í smásölu. mbl.is/Eyþór

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir flokkinn ekki hafa verið meðmæltan netsölu áfengis og hafni einkavæðingu ÁTVR.

Flokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar í dag á kosningaskrifstofu framboðsins að Suðurlandsbraut 10 og í beinu streymi.

Mikilvæg forvarnaraðgerð

Kom þar fram að flokkurinn hygðist beita sér gegn sölu áfengis í smásölu og hafni einkavæðingu ÁTVR. VG vilji vera afgerandi í þeim efnum.

„Við sjáum það hversu mikilvæg forvarnaraðgerð það hefur verið að hafa fyrirkomulag áfengissölu með þeim hætti sem það hefur lengst af verið hér á Íslandi,“ segir Svandís.

„Við vitum það að aðgengi að áfengi er einn helsti áhættuþátturinn varðandi neyslu á áfengi sem er svo aftur mikil lýðheilsuógn og heilbrigðisógn auk þess sem það eykur félagslegan vanda, heimilisofbeldi og aðra þá þætti í samfélaginu sem er mikilvægt að stemma stigu við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert