Bann hefði verulegar afleiðingar

Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, seg­ir efna­hags­mál, nán­ar til­tekið vexti og verðbólgu, brenna mest á kjós­end­um. Samt eru sér­tæk mál í Norðvest­ur­kjör­dæmi sem skipta fólk máli eins og til dæm­is bág­bor­in staða sam­göngu­mála.

„Það vant­ar nátt­úr­lega jarðgöng og það vant­ar að byggja brýr. Við erum að lenda í seink­un­um hér í þessu kjör­dæmi því pen­ing­arn­ir eru bún­ir í sam­göngu­áætlun, sem er auðvitað al­veg glatað,“ seg­ir hún.

Arna Lára kveðst skilja vel tor­tryggni í garð sjókvía­eld­is og hún vill herða reglu­verk í kring­um grein­ina. Hún sem bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar seg­ir þó að mik­ill efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur fylgi grein­inni og það hefði veru­leg­ar af­leiðing­ar ef hún yrði bönnuð.

„Fólk sem býr ekki í þess­um byggðum upp­lif­ir það ekki svona sterkt eins og við ger­um. Fast­eigna­mat í Ísa­fjarðarbæ hef­ur hækkað um 84% á síðustu fjór­um árum og þetta er nátt­úr­lega al­veg stór­kost­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka