Bjartsýnn á að staðfesta fjárlögin í dag

Þingfundurinn í dag er hugsanlega sá síðasti fyrir kosningar.
Þingfundurinn í dag er hugsanlega sá síðasti fyrir kosningar. mbl.is/Eyþór Árnason

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er bjartsýnn á að þinginu takist að ljúka afgreiðslu fjárlaga í dag. Gæti þetta því orðið síðasti þingfundur fyrir kosningarnar 30. nóvember.

Þingfundur hófst klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun og verður fjárlagafrumvarpið þar m.a. til umræðu. 

Ölfusárbrú samþykkt

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag að fljótlega verði hægt að hefja framkvæmdir á nýrri Ölfusárbrú þar sem stefnt sé að því að staðfesta fjárlög ríkisins í dag. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 17,9 milljarðar króna en hún verður að mestu fjármögnuð með innheimtu veggjalda.

Njáll Trausti segir samstöðu ríkja um fjármögnun brúarinnar og býst hann við að hún verði samþykkt í dag.

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar.
Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Munu standa við skuldbindingar

Greint var frá því fyrir helgi að meirihluti fjárlaganefndar hefði lagt til hliðrun við byggingu nýs Landspítala þannig að dregið yrði úr framkvæmdum á næsta ári sem nemur 2,5 milljörðum króna.

Í samtali við mbl.is áréttar Njáll Trausti að staðið verði við allar skuldbindingar er varða framkvæmdir við nýjan Landspítala á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert