Fjárlög samþykkt og Alþingi frestað

Þingi er frestað.
Þingi er frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta þing­fundi kjör­tíma­bils­ins er lokið, fjár­lög hafa verið af­greidd og þingi form­lega frestað.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra þakkaði alþing­is­mönn­um fyr­ir sam­starfið á lög­gjaf­arþing­inu.

Hann hvatti sömu­leiðis lands­menn til að nýta kosn­ing­ar­rétt sinn í kom­andi þing­kosn­ing­um og öll fram­boð til drengi­legr­ar kosn­inga­bar­áttu.

Síðasti dag­ur­inn sem for­seti Alþing­is

Birg­ir Ármanns­son stýrði sín­um síðasta fundi sem for­seti Alþing­is í dag.

„Þingið sem nú er að ljúka, hið 155. í röð lög­gjaf­arþinga, hófst með venju­leg­um hætti í haust. En um miðjan októ­ber urðu þeir at­b­urðir á vett­vangi stjórn­mál­anna sem ég gat um í upp­hafi og leiddu til stjórn­arslita og þingrofs. Eft­ir að svo var komið hef­ur megin­áhersl­an í þing­störf­un­um verið á um­fjöll­un um fjár­lög, fjár­laga­tengd mál og önn­ur mál sem ekki var talið að gætu beðið nýs þings. Nú hafa fjár­lög verið sett og gengið frá öðrum mál­um sem nauðsyn­legt var að ljúka fyr­ir kosn­ing­ar,“ sagði Birg­ir.

Hann þakkaði þing­mönn­um, for­mönn­um þing­flokka, vara­for­set­um, áheyrn­ar­full­trú­um í for­sæt­is­nefnd og þing­nefnd­um sem komið hafa að af­greiðslu mála.

Birgir fékk mynd eftir síðasta þingfundinn.
Birg­ir fékk mynd eft­ir síðasta þing­fund­inn.

Gengið á ýmsu

Birg­ir tók sæti á Alþingi 2003 og hef­ur setið á þingi síðan þá, eða í 21 ár og sjö mánuði. Hann gef­ur ekki kost á sér í næstu kosn­ing­um. 

„Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu í stjórn­mála­líf­inu og störf­um þings­ins. Stund­um hef­ur gengið vel og stund­um illa. Stund­um hafa átök verið hörð en svo hafa komið friðsam­leg­ir kafl­ar inn á milli. En hvað sem því líður þá er ég afar þakk­lát­ur fyr­ir tæki­færið til að taka þátt í þing­störf­un­um all­an þenn­an tíma. Það eru mik­il for­rétt­indi að fá umboð kjós­enda til að sitja á Alþingi og vinna að hug­sjón­um sín­um og hags­muna­mál­um þjóðar­inn­ar á þess­um vett­vangi,“ sagði Birg­ir.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður flokks Fólks­ins, af­henti Birgi blóm­vönd fyr­ir hönd þing­manna und­ir lok þing­fund­ar og þakkaði hon­um fyr­ir góð störf. 

Blómvöndurinn afhentur.
Blóm­vönd­ur­inn af­hent­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert