Fór í fyrsta sinn á Vestfirði

Eldur Smári Kristinsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, fór á dögunum í fyrsta skipti til Vestfjarða. Var hann að sækja fund Innviðafélags Vestfjarða.

„Ég hafði aldrei komið vestur áður þannig að ég varð bara fyrir hálfgerðu áfalli á leiðinni vestur á Ísafjörð og á leiðinni til baka. Eins og við vitum hafa fallið aurskriður víðs vegar í Ísafjarðardjúpi í vikunni sem hafa sett strik í reikninginn fyrir sum okkar sem erum á ferðalagi um kjördæmið í þessum atkvæðaleiðangri,“ segir Eldur.

Vilja afnema skólaskyldu

Hann segir samgöngu-, heilbrigðis- og landbúnaðarmál brenna á kjósendum Norðvesturkjördæmis.

Menntamál og málefni barna eru honum hugleikin og hann segir Lýðræðisflokkinn vilja afnema skólaskyldu og setja þess í stað fræðsluskyldu. Þannig gætu fleiri börn fengið heimakennslu en hann hefur áhyggjur af pólitískri innrætingu í menntakerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka