Heitavatnsleki í leikskóla

Heitavatnsrör gaf sig í leikskóla.
Heitavatnsrör gaf sig í leikskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í nótt eftir að heitavatnsrör gaf sig í leikskóla í Safamýri. 

Að sögn varðstjóra var tjónið minna en það hefði getað orðið vegna þess að rörið gaf sig í kjallaranum.

Slökkviliðsmenn voru í um 50 mínútur á vettvangi. Þeir skrúfuðu fyrir heitavatnsinntakið og þurrkuðu svæðið upp.

Brunakerfi í gang í Ásvallalaug

Slökkviliðið var einnig kallað út í Ásvallalaug í Hafnarfirði um hálfsexleytið í nótt eftir að brunakerfið þar fór í gang. Í ljós kom að gufa setti kerfið í gang og því var engin hætta á ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert