Mannréttindastofnun tekur ekki til starfa í janúar

Þingi var frestað í dag.
Þingi var frestað í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mannréttindastofnun Íslands mun ekki taka til starfa í byrjun næsta árs eins og ráðgert var í lögum um stofnunina.

Með breytingartillögu sem samþykkt var á þingfundi í morgun hefur gildistöku framangreindra laga verið frestað fram til 1. maí.

Í nefndaráliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að nefndin telji miður að fresta þurfi gildistöku laganna en því verði ekki hjá komist. Ljóst sé að þegar hafi orðið röskun á þjónustu réttindagæslu fyrir fatlað fólk og því mikilvægt að ráðuneytið grípi til nauðsynlegra úrræða til að draga úr þeirri röskun.

Áður en þingi var frestað var fimm manna stjórn Mannréttindastofnunar kjörin og mun hún starfa í eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert